Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. febrúar 2019 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira