Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 10:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur ekkert getað spilað handbolta í vetur. vísir/valli Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér. Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér.
Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti