Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 10:07 Aldís Schram hefur nú kært Hörð Jóhannesson fyrir vottorð sem hann veitti Jóni Baldvin þess efnis að foreldrar Aldísar hafi aldrei kallað til lögreglu hennar vegna. Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52