Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 12:18 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira