Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 22:06 Stoðdeildin yrði fyrir börn í 3. til 10. bekk. Visir/Vilhelm Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira