Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 22:06 Stoðdeildin yrði fyrir börn í 3. til 10. bekk. Visir/Vilhelm Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík og myndu því öll þau börn sækja þann skóla í að hámarki níu mánuði áður en þau myndu hefja nám í sínum hverfisskóla. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í tillögum starfshópsins segir að stoðdeildin yrði sett á laggirnar fyrir börn í 3. til 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í íslenskum grunnskóla. Í þeim hópi séu börn flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum börn innflytjenda sem ekki hafa skólagöngu að baki. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir þetta vera til þess að þessi hópur fái betri stuðning og aðgang að fagfólki. „Það er aðalatriði að við getum veitt þeim þessa næringu og skjól sem þessi hópur þarf á að halda og ef þeim er dreift í marga skóla getur verið að við höfum ekki það fagfólk og þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Ég tel að þeim sé enginn sérstakur greiði gerður með því að vera í almennum bekk með þennan veika og brotna bakgrunn,“ segir Helgi.116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd skólagöngu í 12 grunnskólum í Reykjavík á árunum 2016 til 2018. Í dag er 21 slíkt barn í skólunum.Vísir/VilhelmLögbrot að sögn deildarstjóra Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Vogaskóla, er ekki hrifin af tillögum starfshópsins. Hún segir þetta vera í andstöðu við starfið í Vogaskóla og hún geti ekki betur séð en að tillögurnar brjóti í bága við lög um grunnskóla og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í lögum um grunnskóla segir að koma eigi í veg fyrir mismunun vegna uppruna við nám og kennslu. Í aðalnámskrá segir að á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Aðspurður hvort tillögur starfshópsins aðgreini ekki umræddan hóp frá öðrum grunnskólabörnum segir Helgi að það séu börn sem þurfi á sérstökum aðstæðum að halda til þess að geta vaxið og blómstrað í skólastarfi en menntun án aðgreiningar sé verkefni sem sé tekið mjög alvarlega hjá Reykjavíkurborg. Það sé reynt að komast til móts við þarfir allra barna og telur starfshópurinn að það sé best gert með þessum hætti.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira