Slóvenska undrið í NBA-deildinni er á pari við Jordan og LeBron Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:00 Luka Doncic verður að öllum líkindum nýliði ársins. vísir/getty Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira