Slóvenska undrið í NBA-deildinni er á pari við Jordan og LeBron Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:00 Luka Doncic verður að öllum líkindum nýliði ársins. vísir/getty Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron. NBA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti