Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 13:47 Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. Hann var sjálfur rekinn í mars í fyrra. Vísir/AFP Fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI segist hafa skipað fyrir um rannsókn á því hvort að Donald Trump forseti hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Þetta hafi hann gert til að verja Rússarannsóknina svonefndu fyrir pólitískum afskiptum. Brottreksturinn á Comey í maí árið 2017 varð tilefni þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller, annan fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda til að stýra rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Við starfi Comey tók Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI, tímabundið. Hann varð ítrekað skotspónn persónuárása Trump þar til að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, rak McCabe innan við tveimur sólahringum áður en hann hugðist fara á eftirlaun í mars í fyrra. McCabe, sem tók þátt bæði í rannsókninni á forsetaframboði Trump og tölvupóstmáli Hillary Clinton, hefur nú skrifað bók um reynslu sína sem nefnist „Ógnin: hvernig FBI ver Bandaríkin á tímum hryðjuverka og Trump“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur segist McCabe hafa verið sá sem gaf skipun um að FBI skyldi hefja rannsókn á hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar eftir brottrekstur Comey. „Mér var afar umhugað um að mér tækist að koma Rússlandsmálinu á algerlega traustan grunn á óafturkræfan hátt. Ef ég yrði fjarlægður snögglega, færður til í starfi eða rekinn, að málinu yrði ekki lokað eða það hyrfi í skjóli nætur án nokkurra ummerkja,“ sagði McCabe í viðtalinu sem verður birt í heild sinni á sunnudaginn.“I was speaking to the man who had just … won the election for the presidency and who might have done so with the aid of the government of Russia." Former FBI acting director Andrew McCabe, Sunday on 60 Minutes. https://t.co/IVwcM11BGc pic.twitter.com/m6HwHMOqY9— 60 Minutes (@60Minutes) February 14, 2019 Trump á að hafa skipað fyrir um minnisblaðið Í bókinni greinir McCabe jafnframt frá því að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, hafi ekki viljað skrifa minnisblað um Comey sem Trump vísaði til sem rökstuðnings fyrir því að reka FBI-forstjórann. Rosenstein hefur sjálfur setið undir ítrekuðum árásum Trump undanfarin tvö ár. McCabe fullyrðir að Rosenstein hafi kvartað við sig undan því að Trump hafi skipað honum að skrifa minnisblað þar sem hann gagnrýndi hvernig Comey fór með rannsókn FBI á tölvupóstmáli Clinton árið 2016. Talsmenn Hvíta hússins þvertóku fyrir það á sínum tíma að forsetinn hefði komið nálægt því að Rosenstein skrifaði minnisblaðið. Aðeins fimm dögum síðar skipaði Rosenstein Mueller sem sérstakan rannsakanda. Það féll í hans skaut að gera það þar sem Jeff Sessions, sem Trump rak sem dómsmálaráðherra í nóvember, hafði lýst sig vanhæfan til að hafa umsjón með rannsókninni á framboði Trump.McCabe var sjálfur rekinn á grundvelli innri rannsóknar FBI sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki komið hreint fram um hvernig upplýsingum hafði verið komið til fjölmiðla um rannsóknina á Clinton. Hann hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu af þeim sökum. Fréttamaður CBS segir að í 60 mínútnaviðtalinu segir McCabe frá því að yfirmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi í alvöru rætt um möguleikann á að varaforsetinn og ráðherrar í ríkisstjórn Trump gætu sett hann af á grundvelli stjórnarskrárákvæðis eftir að forsetinn rak Comey í skugga rannsóknar á meintu samráði við Rússa. McCabe segir í viðtalinu frá því að Rosenstein hafi briddað upp á möguleikanum á að hann gengi með upptökubúnað á fundum með Trump. Fréttir af því komust í hámæli síðasta haust en dómsmálaráðuneytið fullyrti þá að Rosenstein hafi nefnt þann möguleika í kaldhæðni. McCabe segir hins vegar að hugmyndin hafi verið svo alvarlega að lögfræðingar FBI hafi íhugað það.McCabe sakar Don McGahn (t.v.) og Trump forseta um að hafa hagað sér eins og mafíósar eftir að Comey var rekinn.Vísir/EPAVó aftur og aftur að McCabe og eiginkonu hans Líkt og Comey gerði í eigin bók í fyrra líkir McCabe forsetanum við mafíósa í „Ógninni“. Eftir brottrekstur Comey hafi Trump og Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, hegðað sér eins og mafían og boðið honum vernd í skiptum fyrir hollustu. „Forsetinn og menn hans voru að reyna að vinna í mér eins og glæpahópur myndi haga sér,“ skrifar McCabe. Staðfestir McCabe að Trump hafi spurt sig hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum árið 2016 þegar hann varð starfandi forstjóri FBI eftir brotthvarf Comey. Sakar hann forsetann um að grafa undan FBI af ótta. Trump tísti ítrekað um McCabe og eiginkonu hans Jill og bendlaði hann við Hillary Clinton. Ástæðan var sú að eiginkona fékk fjárframlög frá vini Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir demókrata árið 2015. McCabe hefur sjálfur verið repúblikani. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI segist hafa skipað fyrir um rannsókn á því hvort að Donald Trump forseti hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Þetta hafi hann gert til að verja Rússarannsóknina svonefndu fyrir pólitískum afskiptum. Brottreksturinn á Comey í maí árið 2017 varð tilefni þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller, annan fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda til að stýra rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Við starfi Comey tók Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI, tímabundið. Hann varð ítrekað skotspónn persónuárása Trump þar til að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, rak McCabe innan við tveimur sólahringum áður en hann hugðist fara á eftirlaun í mars í fyrra. McCabe, sem tók þátt bæði í rannsókninni á forsetaframboði Trump og tölvupóstmáli Hillary Clinton, hefur nú skrifað bók um reynslu sína sem nefnist „Ógnin: hvernig FBI ver Bandaríkin á tímum hryðjuverka og Trump“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur segist McCabe hafa verið sá sem gaf skipun um að FBI skyldi hefja rannsókn á hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar eftir brottrekstur Comey. „Mér var afar umhugað um að mér tækist að koma Rússlandsmálinu á algerlega traustan grunn á óafturkræfan hátt. Ef ég yrði fjarlægður snögglega, færður til í starfi eða rekinn, að málinu yrði ekki lokað eða það hyrfi í skjóli nætur án nokkurra ummerkja,“ sagði McCabe í viðtalinu sem verður birt í heild sinni á sunnudaginn.“I was speaking to the man who had just … won the election for the presidency and who might have done so with the aid of the government of Russia." Former FBI acting director Andrew McCabe, Sunday on 60 Minutes. https://t.co/IVwcM11BGc pic.twitter.com/m6HwHMOqY9— 60 Minutes (@60Minutes) February 14, 2019 Trump á að hafa skipað fyrir um minnisblaðið Í bókinni greinir McCabe jafnframt frá því að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, hafi ekki viljað skrifa minnisblað um Comey sem Trump vísaði til sem rökstuðnings fyrir því að reka FBI-forstjórann. Rosenstein hefur sjálfur setið undir ítrekuðum árásum Trump undanfarin tvö ár. McCabe fullyrðir að Rosenstein hafi kvartað við sig undan því að Trump hafi skipað honum að skrifa minnisblað þar sem hann gagnrýndi hvernig Comey fór með rannsókn FBI á tölvupóstmáli Clinton árið 2016. Talsmenn Hvíta hússins þvertóku fyrir það á sínum tíma að forsetinn hefði komið nálægt því að Rosenstein skrifaði minnisblaðið. Aðeins fimm dögum síðar skipaði Rosenstein Mueller sem sérstakan rannsakanda. Það féll í hans skaut að gera það þar sem Jeff Sessions, sem Trump rak sem dómsmálaráðherra í nóvember, hafði lýst sig vanhæfan til að hafa umsjón með rannsókninni á framboði Trump.McCabe var sjálfur rekinn á grundvelli innri rannsóknar FBI sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki komið hreint fram um hvernig upplýsingum hafði verið komið til fjölmiðla um rannsóknina á Clinton. Hann hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu af þeim sökum. Fréttamaður CBS segir að í 60 mínútnaviðtalinu segir McCabe frá því að yfirmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi í alvöru rætt um möguleikann á að varaforsetinn og ráðherrar í ríkisstjórn Trump gætu sett hann af á grundvelli stjórnarskrárákvæðis eftir að forsetinn rak Comey í skugga rannsóknar á meintu samráði við Rússa. McCabe segir í viðtalinu frá því að Rosenstein hafi briddað upp á möguleikanum á að hann gengi með upptökubúnað á fundum með Trump. Fréttir af því komust í hámæli síðasta haust en dómsmálaráðuneytið fullyrti þá að Rosenstein hafi nefnt þann möguleika í kaldhæðni. McCabe segir hins vegar að hugmyndin hafi verið svo alvarlega að lögfræðingar FBI hafi íhugað það.McCabe sakar Don McGahn (t.v.) og Trump forseta um að hafa hagað sér eins og mafíósar eftir að Comey var rekinn.Vísir/EPAVó aftur og aftur að McCabe og eiginkonu hans Líkt og Comey gerði í eigin bók í fyrra líkir McCabe forsetanum við mafíósa í „Ógninni“. Eftir brottrekstur Comey hafi Trump og Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, hegðað sér eins og mafían og boðið honum vernd í skiptum fyrir hollustu. „Forsetinn og menn hans voru að reyna að vinna í mér eins og glæpahópur myndi haga sér,“ skrifar McCabe. Staðfestir McCabe að Trump hafi spurt sig hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum árið 2016 þegar hann varð starfandi forstjóri FBI eftir brotthvarf Comey. Sakar hann forsetann um að grafa undan FBI af ótta. Trump tísti ítrekað um McCabe og eiginkonu hans Jill og bendlaði hann við Hillary Clinton. Ástæðan var sú að eiginkona fékk fjárframlög frá vini Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir demókrata árið 2015. McCabe hefur sjálfur verið repúblikani.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18