Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 11:24 Frá fundi verkalýðsfélaganna í morgun áður en haldið var á fund með SA hjá ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög. Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög.
Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira