Vill ekki vanrækja bandamenn lengur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2019 10:00 Vel fór á með utanríkisráðherrunum Mike Pompeo og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð. Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Ísland í nokkrar klukkustundir í gær. Átti fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Hörpu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum. Á blaðamannafundi sögðu utanríkisráðherrarnir frá því að þeir hefðu ákveðið að stofna til samráðsvettvangs um viðskipti ríkjanna. „Það eru enn sóknarfæri í viðskiptasambandi okkar og í dag ákváðum við að stofna samráðsvettvang um viðskipti í því skyni að bæta viðskiptatengsl ríkjanna enn frekar,“ sagði Guðlaugur Þór. Pompeo fór fögrum orðum um samband ríkjanna tveggja og minntist á að íslenskir landkönnuðir hefðu komið til Ameríku löngu áður en Bandaríkin urðu til. „En nú hefur þetta snúist við og Bandaríkjamenn flykkjast til Íslands,“ sagði Pompeo og bætti við: „Viðskiptasamband okkar er sterkt og við vonumst til þess að styrkja það enn frekar. Það mun þessi samráðsvettvangur gera.“ Pompeo sagði viðræður um viðskipti mikilvægar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að leiða saman einkaaðila og fræða þá um tækifæri í öðrum löndum. „Í öðru lagi teljum við að betri skilningur á viðskiptasambandinu leiði af sér tækifæri til enn frekari samvinnu. Hvort sem það felur á endanum í sér formlegan fríverslunarsamning, sem væri afar gott, eða lækkar kostnað og fækkar hindrunum.“ Guðlaugur Þór sagði fríverslun mikilvæga í huga íslenskra stjórnvalda. „Ísland sjálft er gott dæmi um þetta mikilvægi. Áður vorum við á meðal fátækustu þjóða Evrópu en erum nú ein sú ríkasta. Ein ástæðan er sá aðgangur sem við höfum að öðrum mörkuðum,“ sagði hann. „Það gleður mig að heyra orð ráðherrans og að við höfum ákveðið að taka þetta mikilvæga skref.“ Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu vanrækt mikilvæga bandamenn í tíð fyrri ríkisstjórnar og nefndi að bandarískur utanríkisráðherra hafi síðast komið til Íslands árið 2008. „Undanförnum fjórum dögum varði ég í að heimsækja höfuðborgir í Mið- og Austur-Evrópu sem fyrri ríkisstjórn vanrækti einnig. En þetta mun ekki viðgangast lengur. Við munum ekki lengur líta á vini okkar, sannkallaða bandamenn okkar, sem sjálfsagða. Við höfum einfaldlega ekki efni á slíkri vanrækslu. Hagkerfi okkar eru of nátengd.“ „Við hlökkum til að vinna með ykkur að mikilvægum málum þegar þið takið við formennsku í Norðurslóðaráðinu í maí. Við vitum að þegar Bandaríkin hörfa fylla Kína og Rússland upp í tómarúmið sem myndast. Það er óhjákvæmilegt,“ bætti Pompeo við. Þá sagði hann að Bandaríkin hefðu skilning á mikilvægi norðurslóða og hættum á svæðinu. „Við höfum fylgst með andstæðingum okkar koma sér upp kerfum sem þeir telja að skaði stöðu Bandaríkjanna, Íslands og Evrópu á svæðinu. Það er enn óljóst í hvaða mynd aðgerðir okkar á svæðinu verða en ég er viss um að Bandaríkin og Ísland geta náð árangri með samvinnu á þessu sviði,“ sagði Pompeo. Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að norðurslóðir væru friðsamlegur staður og án togstreitu, jafnt í náinni sem fjarlægri framtíð.
Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira