Björt framtíð í dvala og óvíst með framhaldið Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 16:58 Theodóra telur ekki útilokað að Björt framtíð, það sem eftir stendur af þeim flokki, gangi til liðs við Viðreisn. visir/vilhelm Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við. Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við.
Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira