Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 21:16 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30
„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30
Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44