Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira