Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:49 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð var áhersla á að í hópnum sætu fulltrúar ólíkra fagaðila, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglist meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi. Þá var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði í vinnu starfshópsins.Skýrslunni var skilað í dag.Mynd/Stjórnarráðið„Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Leyfisskylda hamli nýsköpun Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum. Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með ofangreindar tillögur, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir. Neytendur Smálán Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð var áhersla á að í hópnum sætu fulltrúar ólíkra fagaðila, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglist meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi. Þá var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði í vinnu starfshópsins.Skýrslunni var skilað í dag.Mynd/Stjórnarráðið„Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Leyfisskylda hamli nýsköpun Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum. Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með ofangreindar tillögur, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir.
Neytendur Smálán Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent