Fleiri smálánaskuldarar leita aðstoðar en áður Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 18:45 Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán. Neytendur Smálán Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Fólk með smálánaskuldir leitar í auknum mæli eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Í nýrri skýrslu um smálánafyrirtæki kemur fram að ólögleg smálán valdi hvað mestum vanda hjá neytendum.Skýrsla um starfsumhverfi svokallaðra smálánafyrirtækja var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn sem vann skýrsluna telur ekki þörf á því að smálánastarfsemi verði gerð leyfisskyld þrátt fyrir að þróunin sé sú annars staðar á Norðurlöndum. „Við erum að reyna að ná utan um starfsemi sem fylgir ekki lögum í dag. Þrátt fyrir að við myndum banna það enn frekar þá eru allar líkur á því að þeir myndu ekki fylgja lögum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdísi finnst skýrslan góð þar sem greint sé á milli annars vegar löglegrar lánastarfsemi og nýsköpunar í fjártækni og hins vegar smálána sem sé verið að reyna að ná utan um.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/BaldurTólf aðgerðir til að skýra rétt neytenda Meðal aðgerða sem starfshópurinn leggur til er að skerpa á því við lög hvaða lands eigi að miða þegar smálán eru veitt milli landa. Meðal annarra aðgerða að lánveitendur veiti frekari upplýsingar til eftirlitsaðila og að lánveitendur megi ekki veita neytendalán nema að skrá starfsemina hjá eftirlitsaðila. Þá skal skoða hvort takmarka eigi afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhringsins. Einnig er nefnt hvort takmarka eigi markaðssetningu lána á fjarskiptamiðlum.Hlutfall smálána eykst hjá umboðsmanni skuldara Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni skuldara vegna smálánaskulda. Hlutfall umsækjenda hjá umboðsmanni skuldara sem hafa tekið smálán hefur farið úr 13% á árinu 2013 í 43% á árinu 2017. Á hinn bóginn eru færri sem leita aðstoðar með fasteignalán.
Neytendur Smálán Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira