Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2019 19:00 Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustunni sinni fyrir tíu dögum til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Eftir einn og hálfan dag í Dyflinni gekk hann út af hóteli sínu. Tveimur mínútum síðar sást hann á gangi í öryggismyndavél skammt frá hótelinu en ekki er hægt að rekja ferðir hans lengra. Miðað við aðstæður telur fjölskyldan líklegast að hann hafi farið upp í farartæki. Lögreglan í Dyflinni rannsakar málið en þegar Jón hafði verið týndur í tvo daga fór fjölskylda og vinir Jóns út að leita hans og hafa verið þar síðan. Lögreglan engu nær Þær Þórunn Jónsdóttir, systir Jóns og Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona hans, eru komnar aftur til Íslands en þær stjórna leitinni nú héðan, með aðstoð sérfræðinga. Leitarhópurinn leitar nú á ákveðnu svæði, dreifir myndum og talar við fólk á svæðinu. Talið er að Jón hafi farið af hótelinu með veskið sitt en þær segja staðfest að kortið hans hafi ekki verið notað. Þá bendi ekkert til þess að Jón sé fyrir utan Dyflinni en hann skildi vegabréfið sitt eftir á hótelherberginu. Þær segja að nú sé staðan sú að lögregla hafi engar vísbendingar og sé engu nær um hvar Jón sé niðurkominn. „Og er svona bara að reyna fá meira myndefni og kalla eftir aðstoð almennings og athuga hvort einhver hafi séð hann,“ segir Þórunn. Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður „Hann er mikill fjölskyldumaður“ Þær segja málið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna. Það hafi enginn hugmynd um hvað gæti hafa gerst. Jón sé við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega og aldrei átt við nein geðræn vandamál að stríða. Þetta sé algjör ráðgáta. „Jón er bara yndislegur maður og þetta er mjög út úr karakter fyrir hann. Ég er búin að þekkja Jón í átta ár og hann hefur verið sem bróðir fyrir mér. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. Hann er mikill fjölskyldumaður og er algjör klettur í okkar fjölskyldu og það er bara ótrúlega skrítið að hann sé búin að vera týndur svona lengi og það bara veit enginn neitt,“ segir Katrín Björk. Tapaði lítill fjárhæð „Hann er ekki í neinni óreglu. hann spilar póker og þetta er þeirra áhugamál og þau ferðast út um allt til að taka þátt í pókermótum og við vitum það alveg og hann er ekkert að fela það,“ segir Þórunn og bætir við að vitað sé að Jón hafi tapað lítilli fjárhæð á mótinu, sem ekki er talin há fyrir pókerspilara og því ekki áfall fyrir Jón. Þá sé ekkert sem bendi til þess að hann hafi viljað skaða sjálfan sig. „Hann er það náinn börnunum sínum og stjúpbörnum og okkur systkinum að við bara sjáum ekki fyrir okkur að hann myndi gera það,“ segir Þórunn. „Og það var ekkert dagana áður sem benti til þess að hann væri að plana neitt annað en að koma aftur,“ segir Katrín Björk. „Við þurfum að sjá um þetta sjálf“ Fjölskyldan er gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu. Hún hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf og þar til í gær hafði mjög lítið heyrst í borgaraþjónustunni. Þórunn segist loksins hafa fengið símtal í gær frá utanríkisráðherra og íslenska sendiherranum í Bretlandi og nú sé alþjóðadeild lögreglunnar komin í beint sambandi við lögregluna á Írlandi. „Við höfum í raun eingöngu fengið aðstoð bara frá góðviljuðu fólki,“ segir Þórunn. Þá hafi fjölskyldan ekki fengið mikla aðstoð lögregluyfirvalda hér á landi þar sem málið er opnað í annarri lögsögu. Þær segja fjölskylduna hafa verið millilið lögregluyfirvalda og þurft að reka á eftir rannsókninni. „Áður en maður lendir í þessu þá myndi maður halda að öll björgunarsveitin myndi fljúga og leita. Við erum náttúrulega bara vön þessu æðislega teymi hér á Íslandi, ef einhver týnist þá eru hundrað manns farnir út að leita. Svo dettur maður bara inn í raunveruleikann og fattar að það er engin að sjá um okkur með þetta. Við erum að sjá um þetta sjálf,“ segir Katrín Björk. „Við verðum að finna hann“ Nú ætlar fjölskylda Jóns að reyna dreifa myndinni af honum sem víðast svo að sem flestir sjái hana. „Við verðum bara að finna hann, það er bara þannig. Hann verður bara að vera hérna. Eins og ég segi hann er bara kletturinn í fjölskyldunni og það er bara ekkert í boði að hann finnist ekki.“ Fjölskylda Jóns hefur stofnað leitarsíðu á Facebook en þangað getur fólk sent inn ábendingar. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni. 14. febrúar 2019 06:30 Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Lögregla verst allra fregna Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað. 15. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustunni sinni fyrir tíu dögum til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Eftir einn og hálfan dag í Dyflinni gekk hann út af hóteli sínu. Tveimur mínútum síðar sást hann á gangi í öryggismyndavél skammt frá hótelinu en ekki er hægt að rekja ferðir hans lengra. Miðað við aðstæður telur fjölskyldan líklegast að hann hafi farið upp í farartæki. Lögreglan í Dyflinni rannsakar málið en þegar Jón hafði verið týndur í tvo daga fór fjölskylda og vinir Jóns út að leita hans og hafa verið þar síðan. Lögreglan engu nær Þær Þórunn Jónsdóttir, systir Jóns og Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona hans, eru komnar aftur til Íslands en þær stjórna leitinni nú héðan, með aðstoð sérfræðinga. Leitarhópurinn leitar nú á ákveðnu svæði, dreifir myndum og talar við fólk á svæðinu. Talið er að Jón hafi farið af hótelinu með veskið sitt en þær segja staðfest að kortið hans hafi ekki verið notað. Þá bendi ekkert til þess að Jón sé fyrir utan Dyflinni en hann skildi vegabréfið sitt eftir á hótelherberginu. Þær segja að nú sé staðan sú að lögregla hafi engar vísbendingar og sé engu nær um hvar Jón sé niðurkominn. „Og er svona bara að reyna fá meira myndefni og kalla eftir aðstoð almennings og athuga hvort einhver hafi séð hann,“ segir Þórunn. Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður „Hann er mikill fjölskyldumaður“ Þær segja málið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna. Það hafi enginn hugmynd um hvað gæti hafa gerst. Jón sé við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega og aldrei átt við nein geðræn vandamál að stríða. Þetta sé algjör ráðgáta. „Jón er bara yndislegur maður og þetta er mjög út úr karakter fyrir hann. Ég er búin að þekkja Jón í átta ár og hann hefur verið sem bróðir fyrir mér. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. Hann er mikill fjölskyldumaður og er algjör klettur í okkar fjölskyldu og það er bara ótrúlega skrítið að hann sé búin að vera týndur svona lengi og það bara veit enginn neitt,“ segir Katrín Björk. Tapaði lítill fjárhæð „Hann er ekki í neinni óreglu. hann spilar póker og þetta er þeirra áhugamál og þau ferðast út um allt til að taka þátt í pókermótum og við vitum það alveg og hann er ekkert að fela það,“ segir Þórunn og bætir við að vitað sé að Jón hafi tapað lítilli fjárhæð á mótinu, sem ekki er talin há fyrir pókerspilara og því ekki áfall fyrir Jón. Þá sé ekkert sem bendi til þess að hann hafi viljað skaða sjálfan sig. „Hann er það náinn börnunum sínum og stjúpbörnum og okkur systkinum að við bara sjáum ekki fyrir okkur að hann myndi gera það,“ segir Þórunn. „Og það var ekkert dagana áður sem benti til þess að hann væri að plana neitt annað en að koma aftur,“ segir Katrín Björk. „Við þurfum að sjá um þetta sjálf“ Fjölskyldan er gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu. Hún hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf og þar til í gær hafði mjög lítið heyrst í borgaraþjónustunni. Þórunn segist loksins hafa fengið símtal í gær frá utanríkisráðherra og íslenska sendiherranum í Bretlandi og nú sé alþjóðadeild lögreglunnar komin í beint sambandi við lögregluna á Írlandi. „Við höfum í raun eingöngu fengið aðstoð bara frá góðviljuðu fólki,“ segir Þórunn. Þá hafi fjölskyldan ekki fengið mikla aðstoð lögregluyfirvalda hér á landi þar sem málið er opnað í annarri lögsögu. Þær segja fjölskylduna hafa verið millilið lögregluyfirvalda og þurft að reka á eftir rannsókninni. „Áður en maður lendir í þessu þá myndi maður halda að öll björgunarsveitin myndi fljúga og leita. Við erum náttúrulega bara vön þessu æðislega teymi hér á Íslandi, ef einhver týnist þá eru hundrað manns farnir út að leita. Svo dettur maður bara inn í raunveruleikann og fattar að það er engin að sjá um okkur með þetta. Við erum að sjá um þetta sjálf,“ segir Katrín Björk. „Við verðum að finna hann“ Nú ætlar fjölskylda Jóns að reyna dreifa myndinni af honum sem víðast svo að sem flestir sjái hana. „Við verðum bara að finna hann, það er bara þannig. Hann verður bara að vera hérna. Eins og ég segi hann er bara kletturinn í fjölskyldunni og það er bara ekkert í boði að hann finnist ekki.“ Fjölskylda Jóns hefur stofnað leitarsíðu á Facebook en þangað getur fólk sent inn ábendingar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni. 14. febrúar 2019 06:30 Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Lögregla verst allra fregna Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað. 15. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni. 14. febrúar 2019 06:30
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30
Lögregla verst allra fregna Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað. 15. febrúar 2019 07:15