„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 19:07 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30