Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 20:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira