Kalt Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar