Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:30 Börnin í Lundarskóla tóku málin í eigin hendur á dögunum og hentu nánast engum mat í heila viku. Fréttablaðið/Pjetur Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira