Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 13:24 Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira