Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 20:30 Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson Kjaramál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson
Kjaramál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira