Þriggja og hálfs árs fangelsisdómur fyrir nauðgun staðfestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:48 Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum karlmanni fyrir nauðgun. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í héraði í mars í fyrra og var málinu skotið til Landsréttar í kjölfarið. Krafðist maðurinn sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara að honum yrði ekki gerð refsing. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa aðfararnótt 6. febrúar árið 2016 beitt brotaþola ólögmætri nauðung og haft við hana samræði ög önnur kynferðismök gegn vilja hennar. Maðurinn neitaði sök og sagði kynmökin hafa verið með samþykki brotaþola. Þá liggja fyrir símaskilaboð milli síma mannsins og brotaþola en hann sendi konunni skilaboð klukkan 6:14 um morguninn og spurði hvort ekki væri allt í lagi. Brotaþoli svaraði því að svo væri ekki. Þá bað maðurinn brotaþola fyrirgefningar í skilaboðum og sendi henni jafnframt að það hefði ekki verið ætlun hans að svo fór sem fór. „Þa bara að skilja hvað nei þyðir“, svaraði brotaþoli klukkan 08:09. Var það mat dómsins að framburður brotaþola hafi verið í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Þá sé hann metinn trúverðugur. Viðbrögð og hegðun brotaþola eftir að kynmökin áttu sér stað, sem og símaskilaboðin sem maðurinn og brotaþoli sendu hvort öðru eftir á, styðji einnig við það að hún hafi ekki veitt samþykki sitt umrætt kvöld. Það hafi ákærða hlotið að vera ljóst auk þess sem skýringar ákærða fyrir héraðsdómi eru ekki metnar trúverðugar. Mun ákærði því sæta fangelsi í þrjú og hálft ár auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 1,5 milljón krónur í miskabætur. Þá greiði hann um tvær milljónir í málskostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Hafði tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. 20. mars 2018 10:16