Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira