May segist ákveðin í að Brexit fari fram á tilætluðum tíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 07:31 Theresa May segist ætla til Brussel með endurnýjað umboð, hugmyndir og ákveðni. ESB hefur útilokað að semja um írsku baktrygginguna svonefndu. Vísir/EPA Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21
Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09
Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00