Erlent

Búa sig undir að koma drottningunni undan fari Brexit á versta veg

Kjartan Kjartansson skrifar
Ef til ófriðar kemur eftir Brexit gætu Elísabetu drottningu og Fillipusi prins verið forðað frá London.
Ef til ófriðar kemur eftir Brexit gætu Elísabetu drottningu og Fillipusi prins verið forðað frá London. Vísir/EPA
Bresk yfirvöld eru sögð hafa dregið fram gamlar áætlanir frá kaldastríðsárunum um að koma konungsfjölskyldunni undan ef til óeirða kemur í London þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu í lok mars.

Útgangan á að fara fram að kvöldi föstudagsins 29. mars, eftir tæpa tvo mánuði. Engu að síður liggur enn ekki fyrir útgöngusamningur um hvaða reglur gilda um samskipta Bretlands og Evrópu eftir útgönguna eftir að þingheimur hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í síðasta mánuði.

Neyðaráætlanir hafa verið gerðar varðandi matvælaöryggi og landamæraeftirlit ef Bretar ganga úr sambandinu án samnings en varað hefur verið við því að vöruskortur gæti orðið í landinu.

Tvö bresk blöð segja frá því í dag að á meðal neyðaráætlananna sé að forða konungsfjölskyldunni frá London ef útgangan leiðir til ófriðar innanlands, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Þessar neyðaráætlanir hafa verið til frá því í kalda stríðinu en þær hafa nú verið dregnar fram aftur ef til borgaralegs ófriðar kemur í kjölfar Brexit án samnings,“ segir Sunday Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×