Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 11:17 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi stöðu kjaramála í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fréttablaðið/Eyþór Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann. Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann.
Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira