Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 11:17 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi stöðu kjaramála í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fréttablaðið/Eyþór Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann. Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann.
Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira