Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Sighvatur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að innviðagjald í Reykjavík verði fellt niður. Gjaldið hefur meðal annars verið notað til fjármögnunar útilistaverks í Vogabyggð. Mynd/Reykjavíkurborg Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira