Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 12:44 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira