Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 12:44 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent