Með allt niður um sig en 2.600 milljarða hagnað Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar