Hætta rannsókn á meintum skattaundanskotum Björns Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:30 Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið/Valli Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn sinni á máli Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Ekki þykir tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og segist fullur þakklætis yfir því að málinu sé lokið. Eignir Björns Inga voru kyrrsettar í fyrra að kröfu sýslumanns vegna meintra skattundanskota. Skattrannsóknarstjóri hafði haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma en málið sneri fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í árin 2014-2017 sem eigandi fjölmiðilsins DV. Björn Ingi birti í dag mynd af bréfi með tilkynningu skattrannsóknarstjóra sem honum var sent í gær. Hann segir það hafa verið erfitt að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings en nú sé þakklæti sér efst í huga. Næstu skref verði svo tekin í samráði við lögmann. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið.“ Björn Ingi á skrautlegan feril í viðskiptum að baki. Hann var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014. Vefpressan var úrskurðuð gjaldþrota í fyrra en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnmám.Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn sinni á máli Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Ekki þykir tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og segist fullur þakklætis yfir því að málinu sé lokið. Eignir Björns Inga voru kyrrsettar í fyrra að kröfu sýslumanns vegna meintra skattundanskota. Skattrannsóknarstjóri hafði haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma en málið sneri fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í árin 2014-2017 sem eigandi fjölmiðilsins DV. Björn Ingi birti í dag mynd af bréfi með tilkynningu skattrannsóknarstjóra sem honum var sent í gær. Hann segir það hafa verið erfitt að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings en nú sé þakklæti sér efst í huga. Næstu skref verði svo tekin í samráði við lögmann. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið.“ Björn Ingi á skrautlegan feril í viðskiptum að baki. Hann var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014. Vefpressan var úrskurðuð gjaldþrota í fyrra en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnmám.Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53
Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08