Er ekki hægt að borga okkur líka? Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun