Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2019 19:00 Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira