Kvennaslægð Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar