Kvennaslægð Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Konur hafa löngum brugðið á margvísleg ráð til að reyna að bæta heiminn. Í fyrsta bindi af þriggja binda útgáfu af 1001 nótt er sagan Kvennaslægð á bls 467. Sagan gerist í Bagdad, fyrir langalöngu. Yndisleg stúlka gengur fram hjá sölubúð og lætur það, eðlilega, fara í taugarnar á sér að á skilti yfir búðinni stendur: „Engin slægð er til nema karlmannaslægð, því hún er máttugri en kvennaslægð,“ í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Í stuttri endursögn kemur yndislega stúlkan kaupmanninum í vandræði, með slægð, en þegar hann spyr, örvæntingarfullur: Hvers á ég að gjalda, svarar hún einfaldlega að hún hafi verið að sýna honum fram á að þetta skilti væri út í hött. „Þá fékk kaupmaðurinn undir eins einum af þrælum sínum gullpening og mælti: „Far þú til skrifarans og bið hann að skrifa með hinu fegursta letri, bláu og gullnu, þessi orð: „Engin slægð tekur kvennaslægð fram, því hún yfirstígur slægð karlmanna og er henni stórum fremri.“ Svo giftust þau. Mér fannst alltaf furðulegt að hin yndislega stúlka vildi giftast manni sem hafði haft svo asnalegt skilti yfir búð sinni (hið fyrra). Og ekki finnst mér hann sýna mikinn félagslegan þroska með seinna skiltinu, það verð ég að segja. Til þess er þó að taka að í upphafi sögunnar í 1001 nótt er tilgreint að kaupmaðurinn hafi verið fríður sýnum, fallega vaxinn, elskulegur og borið af öðrum mönnum. Og hann sá að sér. Þau bjuggu saman í velgengni, friði og fögnuði allt til æviloka.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar