Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2019 13:28 Snjóflóðið féll í hlíðinni sem sést á þessari mynd. Vísir/Egill Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent