Bílvelta varð á Vesturlandsvegi, á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar, um klukkan tvö í dag. Einn var í fólksbílnum sem var á leiðinni vestur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.
Þrengingar voru á vegakaflanum eftir hádegið á meðan vettvangur slyssins er rannsakaður af tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Beita þurfti klippum til að ná ökumanni út. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.Vísir/JóiK