Kalla sendiherra sinn heim vegna „árása“ Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 15:59 Luigi Di Maio, Giuseppe Conte og Matteo Salvini. EPA/ANGELO CARCONI Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira