Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 20:00 Stefán Ólafsson, hagfræðingur fer yfir tillögur skýrslunnar í dag. Vísir/Vilhelm Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði. Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði.
Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59