Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 19:16 Maðurinn vakti athygli á stöðu sinni með þessum hætti í dag. Honum var giftusamlega bjargað af brúnni Vísir/JóhannK Íranskur hælisleitandi reyndi í dag að skaða sig frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut. Sérveit Ríkislögreglustjóra tókst giftusamlega að bjarga manninum og koma honum undir læknishendur. Lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn auk sérsveitarmanna sýndu fumlaus og öguð viðbrögð í erfiðum aðstæðum en atvikið átti sér stað á göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna um miðjan dag. En íranskur hælisleitandi, sem fréttastofan hefur áður fjallað um, hótaði að skaða sig. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var umferð um Miklubraut var stöðvuð í báðar áttir og fjöldi gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna fylgdust með þegar maðurinn reyndi að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti. Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra hlúðu að manninum og komu honum undir læknishendur.Vísir/JóhannKNý hættur í hungurverkfalli Rauði krossinn hefur haft miklar áhyggjur af manninum en fyrir um tveimur vikum fjallaði fréttastofan um málefni hans þegar hann var á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er bæði andlega og líkamlega veikur og hóf hungurverkfallið, að hans sögn, eftir hafa ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð, en hann hefur verið sár þjáður af gyllinæð og þá segist hann glíma við andleg veikindi sem hann fái ekki nauðsynleg lyf við.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið þyngri en áfallateymi Rauða krossins var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan vegna mála sambærilegra og íranski flóttamaðurinn glímir við. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum frá því fyrir tveimur vikum var maðurinn metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. Rauði krossinn baðst undan viðtali vegna málsins í dag og sagði málefni mannsins í höndum lögreglu. Unnið sé að því að veita honum viðeigandi aðstoð. Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00 Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Íranskur hælisleitandi reyndi í dag að skaða sig frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut. Sérveit Ríkislögreglustjóra tókst giftusamlega að bjarga manninum og koma honum undir læknishendur. Lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn auk sérsveitarmanna sýndu fumlaus og öguð viðbrögð í erfiðum aðstæðum en atvikið átti sér stað á göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna um miðjan dag. En íranskur hælisleitandi, sem fréttastofan hefur áður fjallað um, hótaði að skaða sig. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var umferð um Miklubraut var stöðvuð í báðar áttir og fjöldi gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna fylgdust með þegar maðurinn reyndi að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti. Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra hlúðu að manninum og komu honum undir læknishendur.Vísir/JóhannKNý hættur í hungurverkfalli Rauði krossinn hefur haft miklar áhyggjur af manninum en fyrir um tveimur vikum fjallaði fréttastofan um málefni hans þegar hann var á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er bæði andlega og líkamlega veikur og hóf hungurverkfallið, að hans sögn, eftir hafa ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð, en hann hefur verið sár þjáður af gyllinæð og þá segist hann glíma við andleg veikindi sem hann fái ekki nauðsynleg lyf við.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið þyngri en áfallateymi Rauða krossins var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan vegna mála sambærilegra og íranski flóttamaðurinn glímir við. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum frá því fyrir tveimur vikum var maðurinn metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. Rauði krossinn baðst undan viðtali vegna málsins í dag og sagði málefni mannsins í höndum lögreglu. Unnið sé að því að veita honum viðeigandi aðstoð.
Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00 Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00
Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09