Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 08:55 Salman krónprins er sagður hafa verið farinn að ergja sig yfir áhrifum Khashoggi þegar árið 2017. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira