Prinsessa vill verða forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 09:05 Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol. Vísir/AP Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum. Kóngafólk Taíland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum.
Kóngafólk Taíland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira