Lýsa yfir neyðarástandi vegna ísbjarna Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 17:33 Ísbjörn á ferð norður af Svalbarða. Getty/Wildest Animal Yfirvöld á rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna tíðra árása ísbjarna á íbúa svæðisins.Breska ríkisútvarpið hefur það eftir svæðisyfirvöldum að árásir bjarndýranna á fólk hafi aukist upp á síðkastið. Einnig eru birnirnir orðnir ágengari en áður og eru dæmi um að dýrin hafi leitað inn í þjónustubyggingar og heimili. Fregnir hafa borist af 52 bjarndýrum í nágrenni Belushya Guba, stærsta bæjar eyjaklasans. Sveitarstjóri Belushya Guba, Vigansha Musin sagði í yfirlýsingu að meira en fimm birnir væru í raun með fasta búsetu í nágrenni bæjarins. Musin sagði einnig að frá því að hann flutti til Novaja Semlja, árið 1983, hafi aldrei nokkurn tíma borið jafn mikið á ísbjörnum og nú. Haft er eftir bæjarstarfsmönnum að íbúar séu hræddir, fólk forðist það að fara út úr húsi og börn fari ekki í skólann vegna ástandsins.Leita inn á land í auknum mæli vegna loftslagsbreytinga Rússnesk yfirvöld hafa neitað að veita sérstök leyfi til að skjóta birnina sem eru flokkaðir til tegunda í útrýmingarhættu í Rússlandi. Birnirnir munu vera hættir að bregðast við hefðbundnum aðferðum til að fæla þá í burtu. Rekja má þessa breytingu á hegðun bjarnanna til loftslagsbreytinga. Ísinn sem birnirnir dvelja yfirleitt á minnkar og því neyðast þeir til að leita inn á land til að finna fæðu. Hana geta þeir fundið í bæjum eyjaklasans. Dýr Rússland Umhverfismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Yfirvöld á rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna tíðra árása ísbjarna á íbúa svæðisins.Breska ríkisútvarpið hefur það eftir svæðisyfirvöldum að árásir bjarndýranna á fólk hafi aukist upp á síðkastið. Einnig eru birnirnir orðnir ágengari en áður og eru dæmi um að dýrin hafi leitað inn í þjónustubyggingar og heimili. Fregnir hafa borist af 52 bjarndýrum í nágrenni Belushya Guba, stærsta bæjar eyjaklasans. Sveitarstjóri Belushya Guba, Vigansha Musin sagði í yfirlýsingu að meira en fimm birnir væru í raun með fasta búsetu í nágrenni bæjarins. Musin sagði einnig að frá því að hann flutti til Novaja Semlja, árið 1983, hafi aldrei nokkurn tíma borið jafn mikið á ísbjörnum og nú. Haft er eftir bæjarstarfsmönnum að íbúar séu hræddir, fólk forðist það að fara út úr húsi og börn fari ekki í skólann vegna ástandsins.Leita inn á land í auknum mæli vegna loftslagsbreytinga Rússnesk yfirvöld hafa neitað að veita sérstök leyfi til að skjóta birnina sem eru flokkaðir til tegunda í útrýmingarhættu í Rússlandi. Birnirnir munu vera hættir að bregðast við hefðbundnum aðferðum til að fæla þá í burtu. Rekja má þessa breytingu á hegðun bjarnanna til loftslagsbreytinga. Ísinn sem birnirnir dvelja yfirleitt á minnkar og því neyðast þeir til að leita inn á land til að finna fæðu. Hana geta þeir fundið í bæjum eyjaklasans.
Dýr Rússland Umhverfismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira