Lögreglan á Vestfjörðum vill ná tali af ökumanni grárrar jeppabifreiðar vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á gatnamótum Silfurgötu og Sundstrætis á Ísafirði þann 6. febrúar síðastliðinn.
Að sögn vitna er umrædd bifreið annað hvort af gerðinni Toyota Land Cruiser eða Mitsubishi Pajero.
Óhappið átti sér stað klukkan 15:20 en ökumaður jeppans er talinn geta mögulega veitt upplýsingar um málið.
Ökumaðurinn er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444-0400.
