Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Hörður Ægisson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Helgi Rúnar Óskarsson Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00