Kínversku mýsnar og verðbólgan Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar