Apple selur færri iPhone Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2019 10:41 Tim Cook, forstjóri Apple, gaf í skyn að verð á iPhone símum myndi lækka. AP/Richard Drew Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent. og heildartekjur fyrirtækisins minnkuðu um fimm prósent á milli ára sem er meiri samdráttur en starfsmenn fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Tekjurnar á ársfjórðungnum voru 84,3 milljarðar dala, sem samsvarar um tíu billjónum króna (10.000.000.000.000). Þetta kemur fram í nýju ársfjórðungsuppgjöri Apple sem birt var í gær. Uppgjörið er í raun fyrsta ársfjórðungsuppgjör Apple, þó þá nái yfir október, nóvember og desember.Tim Cook, forstjóri Apple, segir að þó sala síma hafi dregist saman og fyrirtækið hafi ekki náð markmiðum sínum, sýni uppgjörið fram á að grundvallarrekstur Apple sé sterkur og dreifður.Cook sagði einnig í kjölfar útgáfu uppgjörsins í samtali við fjárfesta og greinendur, að sterku dollar hafi gert iPhone dýrari á heimsvísu og það hefði dregið úr sölu. Hann sagði fyrirtækið hafa byrjað á því að breyta verði á símum þess til að draga úr áhrifum gengis á viðskiptavini.Greinendur Apple gera áfram ráð fyrir því að tekjur fyrirtækisins muni dragast saman á næsta ársfjórðungi og þá um 3,4 prósent á milli ára. Eins og BBC bendir á er Apple ekki eitt um að eiga erfitt, ef svo má að orði komast, en verðmæti hlutabréfa Apple hefur lækkað um um það bil þriðjung frá því í október. Á heimsvísu drógust sölur saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt greiningarfyrirtækinu Canalys. Apple Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent. og heildartekjur fyrirtækisins minnkuðu um fimm prósent á milli ára sem er meiri samdráttur en starfsmenn fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Tekjurnar á ársfjórðungnum voru 84,3 milljarðar dala, sem samsvarar um tíu billjónum króna (10.000.000.000.000). Þetta kemur fram í nýju ársfjórðungsuppgjöri Apple sem birt var í gær. Uppgjörið er í raun fyrsta ársfjórðungsuppgjör Apple, þó þá nái yfir október, nóvember og desember.Tim Cook, forstjóri Apple, segir að þó sala síma hafi dregist saman og fyrirtækið hafi ekki náð markmiðum sínum, sýni uppgjörið fram á að grundvallarrekstur Apple sé sterkur og dreifður.Cook sagði einnig í kjölfar útgáfu uppgjörsins í samtali við fjárfesta og greinendur, að sterku dollar hafi gert iPhone dýrari á heimsvísu og það hefði dregið úr sölu. Hann sagði fyrirtækið hafa byrjað á því að breyta verði á símum þess til að draga úr áhrifum gengis á viðskiptavini.Greinendur Apple gera áfram ráð fyrir því að tekjur fyrirtækisins muni dragast saman á næsta ársfjórðungi og þá um 3,4 prósent á milli ára. Eins og BBC bendir á er Apple ekki eitt um að eiga erfitt, ef svo má að orði komast, en verðmæti hlutabréfa Apple hefur lækkað um um það bil þriðjung frá því í október. Á heimsvísu drógust sölur saman um fimm prósent í fyrra, samkvæmt greiningarfyrirtækinu Canalys.
Apple Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira