Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 15:41 Páll er afar ósáttur við flokkssystur sína, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, sem nú hefur gripið til þess að kalla sýslumanninn í Eyjum til annarra starfa. Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“ Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira
Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“
Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira