Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2019 19:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00