Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 20:27 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“ Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“
Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41